Tjónsuppgjör / Vátryggingaréttur / Vinnuslys

Tjón af völdum vinnuslyss

Þeir sem slasast við vinnu geta átt rétt á bótum

Mjög mikilvægt er að leita strax eftir slysið til læknis eða á sjúkrahús.  Einnig er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum læknis um meðferð t.d. um sjúkraþjálfun o.fl.

Vinnuveitanda ber að tilkynna vinnueftirliti um vinnuslys.

Bætur:
Bætur sem hinn slasaði á rétt á geta verið margs konar. Þær fara m.a. eftir því hverjar afleiðingar slyssins eru.

Allir launamenn eiga að vera tryggðir slysatryggingu launþega, sem er vátrygging sem atvinnurekendum er skylt að hafa samkvæmt kjarasamningi.   Bótafjárhæðir skv. þeirri tryggingu eru staðlaðar.  Einnig getur hinn slasaði átt rétt á bótum frá Tryggingastofnun ríkisins ef örorka nær að lámarki 10%, svo og í ákveðnum tilvikum vegna tímabundinnar örorku.

Ef rekja má vinnuslys til “sakar” vinnuveitanda bætast við sömu bótaflokkar og í umferðarslysum og venjulega eru bætur krafðar hjá vátryggingafélagi vinnuveitanda.

Æskilegt er fyrir þá sem verða fyrir tjóni af völdum vinnuslyss að fá sér lögmann til að gæta hagsmuna sinna

Lögmenn leiðbeina tjónþolum um réttindi sem þeir kunna að eiga hjá tryggingafélögum, vinnuveitendum og öðrum aðilum t.d. Tryggingastofnun og lífeyrissjóðum.  Lögmaður sem tjónþoli fær til að gæta hagsmuna sinna sér um samskipti við tryggingafélög og aðra vegna málsins.  Hann aflar þeirra gagna sem nauðsynleg eru til að gera bótakröfu og gera upp tjónið.