Tjónsuppgjör / Vátryggingaréttur / Umferðarslys

Tjón af völdum umferðarslyss

Þeir sem slasast í umferðinni geta átt rétt á bótum

Verði tjón á fólki við umferðarslys er mjög mikilvægt að fá lögreglu á staðinn.
Einnig er mjög mikilvægt fyrir þann sem slasast að leita strax eftir slysið til læknis eða á sjúkrahús.  Hinn slasaði skal fylgja leiðbeiningum læknis um meðferð t.d. um sjúkraþjálfun o.fl.

Bætur sem hinn slasaði á rétt á geta verið margs konar. Þær fara m.a. eftir því hverjar afleiðingar slyssins eru.

Við uppgjör á umferðarslysum er farið eftir skaðabótalögum.

Bæturnar eru aðallega:  Þjáningabætur, bætur fyrir tímabundið atvinnutjón, örorkubætur og miskabætur.

Vátryggingfélag bifreiðarinnar sem olli slysinu greiðir bæturnar sem hinn slasaði á rétt á.
Æskilegt er fyrir þá sem verða fyrir tjóni af völdum umferðarslyss að fá sér lögmann til að gæta hagsmuna sinna.

Lögmenn leiðbeina tjónþolum um réttindi sem þeir kunna að eiga hjá tryggingafélögum.
Lögmaður sem tjónþoli fær til að gæta hagsmuna sinna sér um samskipti við tryggingafélög og aðra vegna málsins.

Hann aflar þeirra gagna sem nauðsynleg eru til að gera bótakröfu og gera upp tjónið.
Vátryggingafélög greiða stærstan hluta lögmannskostnaðar hins slasaða við að staðreyna tjónið og gera bótakröfu.